Umsókn og inntökuviðmið

Sótt er um skólavist í Tónskólanum Do Re Mi á rafrænni Reykjavík undir slóðinni: https://rafraen.reykjavik.is/pages/

Nafn tónskólans Do Re Mi er sett í 1. sæti á lista um val á tónlistarskóla.

Líkt og í grunnskólum landsins hefst skólaárið í tónskólanum í ágúst en umsóknaferli hvers skólaárs hefst með tilkynningu frá menntasviði Reykjavíkurborgar, yfirleitt í lok febrúar eða byrjun mars, þ.e. um 6 mánuðum fyrr. Formlegur umsóknarfrestur er til 1.maí, en hægt er að skila inn umsóknum allt árið vegna yfirstandandi skólaárs hverju sinni.

Inntaka nemenda byggir á m.a. á tímasetningu umsóknar og hvort laust er á hljóðfærið sem sótt er um. (Sjá viðmið vegna inntöku  nemenda  hér fyrir neðan).

Hvatt er til að setja athugasemd í umsóknir um t.d.  fyrra nám, hvort sé verið að endurnýja umsókn á biðlista, hvort hljóðfæri sé til á heimilinu, hvort aðrir í fjölskyldunni hafi lært og fleira sem þurfa þykir.

 

Viðmið vegna inntöku nemenda í Tónskólann Do Re Mi.

  • Nemendur sem þegar eru í skólanum og vilja halda áfram tónlistarnámi, ganga fyrir svo framarlega sem þeir hafi fylgt skólareglum og öðrum viðmiðum skólans. Gerð er krafa um góða ástundun og heimavinnu. Nemendur þurfa að sækja árlega um áframhaldandi skólavist í gegnum rafræna reykjavík og greiða staðfestingargjald skv. upplýsingum sem veittar eru á hverju ári.
  • Tekið er inn af umsóknar- og biðlistum. Allt að 60% nýnema eru valdir úr hópi barna sem hefja nám í 2. bekk grunnskóla, enda hafi losnað pláss á það hljóðfæri sem sótt er um.
  • Börn sem þegar hafa hafið tónlistarnám hjá einkakennara, eða í öðrum tónlistarskóla, ganga að öllu jafna fyrir þegar pláss á ákveðin hljóðfæri eru laus, en sú afgreiðsla er háð ákvörðun skólastjórnar hverju sinni.
  • Ef fleiri en ein umsókn er um sama plássið, gengur sá nemandi fyrir sem á elstu umsóknina. Einungis er tekið tillit til biðlista umsókna ef nemandi hefur sótt um á hverju ári samfleytt. Umsóknir á biðlista detta út, ef ekki er sótt um á hverju ári,.
  • Framboð hljóðfæra getur verið breytilegt milli ára og sú staða getur komið upp að það vanti á nemanda á ákveðið hljóðfæri. Í þeim tilvikum vegur val á hljóðfæri þyngra en dagsetning umsóknar.
 

Comments are closed.