Tónleikar lengra kominna nemenda Tónskólans Do Re Mi verða í Norræna húsinu þriðjudaginn 27. nóvember kl. 19:30. Leikin verða verk eftir ýmsa höfunda tónbókmenntanna þar á meðal Bach, Beethoven, Chopin, Debussy, Grieg, Mussorgsky, Tarrega, Tchaikovski, Villa-Lobos. Meðleikari á tónleikunum er Aladár Rácz píanóleikari.
Leikið verður á píanó, gítar, fiðlu, selló og þverflautu. Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri nemendur að koma að hlusta á þá eldri leika í fallegum sal með góðum hljómburði.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.