Fréttir

Amigos para sempre3

Tónleikar Gítarsveitar Tónskólans Do Re Mi

On 3. júní, 2018, in Fréttir, by Skólastjóri
0

Næstkomandi  þriðjudagskvöld 5. júní, kl 20.00 heldur Gítarsveit Tónskólans Do Re Mi tónleika í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. Sveitin er samsett af átta 15-16 ára gömlum gítarnemum tónskólans Do Re Mi en þau hafa flest stundað nám við skólann frá 8 ára aldri og hafa ýmist lokið 4. stigsprófi eða miðprófi. Á tónleikunum leikur sveitin verk sem hún hefur æft m.a. fyrir þematónleika skólans síðustu ár, verk allt frá 16. öld til nánast dagsins í dag. Leiknir verða gamlir miðaldardansar, kínversk, frönsk og suður-amerísk tónlist, tónlist úr James Bond myndum, tónlist efir Bítlana og tónlist sem samin var sérstaklega fyrir sumarólympíuleikana í Barcelona 1992 en til Barcelona fer sveitin í námsferð síðar í júnímánuði ásamt gítarkennara sínum, Rúnari Þórissyni og foreldrum. Nemendur munu þar fara á einstaklings- og hópnámskeið, auk þess að koma fram, fara á tónleika og líta við í verslun sem sérhæfir sig í því að selja klassíska gítar.

Tónleikarnir eru hugsaðir sem styrktartónleikar vegna Barcelonaferðarinnar og er aðgangsdeyrir kr. 2.000. Auk þess styrkir Tónskólinn Do Re Mi ferð þessa.

 

Comments are closed.