Fréttir

Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í Tónskólanum Do Re Mi.
Hinir árlegu þematónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi laugardaginn 17. mars, kl. 14:30.

Öll atriði á tónleikunum eru samleiksatriði flutt af nemendum skólans. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og skemmtileg. Má þar nefna jazz tríó, gítarsveit, þverflautukvartett, sellósveit, fiðluhópa, píanódúetta , Marimbusveitir þar sem nemandur leika á marimbur frá Afríku, hljómborðssveit, harmonikusveit og lítil gítar, fiðlu og hrynsveit.

Miðasala er hafin á salurinn.is  Sjá vefslóð: http://www.salurinn.is/midasala-og-dagskra/vidburdir-framundan/nr/784

Miðaverð er kr. 2500, en nemendur í tónskólanum Do Re Mi fá frítt inn.  Panta þarf frí miða í gengum miðasölu Salarins í síma 44 17 500.

Ekki þarf að kaupa miða fyrir barnið sem spilar á tónleikunum

Með kærri kveðju

Vilberg Viggósson

skólastjóri

 

 

Comments are closed.