Skólareglur

1. Forráðamönnum ber að ganga frá greiðslu skólagjalda við innritun og undirrita umsókn um skólavist.

2. Tónskólinn á nokkur hljóðfæri til útleigu. Forráðamenn þeirra nemenda sem þau nota þurfa að greiða leigugjald og undirrita leigusamning.

3. Nemendur gangi snyrtilega um húsnæði og eigur skólans. Verði
nemandi uppvís að skemmdum á eigum skólans ber forráðamönnum að bæta
skaðann.

4. Ætlast er til að nemendur séu stundvísir, stundi námið vel og valdi ekki truflun í kennslustundum.

5. Ætlast er til að allir hljóðfæranemendur skólans komi fram á tónleikum hans a.m.k. einu sinni á önn eða eftir fyrirmælum hljóðfærakennarans eða skólastjóra. Nemendur mega ekki leika opinberlega í nafni skólans, án vitundar og samþykkis hljóðfærakennarans eða skólastjóra.

6. Hljóðfæranemendur skólans taka áfangapróf samkvæmt núgildandi námskrá tónlistarskólanna eða stigspróf samkæmt eldri námskrá eða almenn vorpróf. Auk þess taka nemendur sambærileg próf í tónfræðigreinum.

7. Forfallist nemandi ber forráðamönnum að tilkynna það með fyrirvara. Mæti nemandi ekki í 2 vikur samfleytt án skýringa, er litið svo á að hann hafi hætt í skólanum. Í þeim tilfellum er ekki um endurgreiðslu skólagjalda að ræða og nemandinn gengur ekki fyrir á næsta skólaári.

8. Veikist kennari fellur kennsla niður á meðan á veikindum hans stendur. Dragist veikindi hans á langinn 2 vikur eða lengur, ber skólanum að útvega forfallakennara í hans stað.

9. Jólafrí, páskafrí og aðrir frídagar fara eftir skóladagatali tónlistarskólanna. Frídagar í grunnskólum vegna starfsdaga, ferðalaga o.þ.h. eru ekki frídagar í tónlistarskólanum.

 

Comments are closed.