Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun fyrir Tónskólann Do Re Mi.

 

1. Að laus störf við skólann standi bæði konum og körlum til boða.

 

2. Að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf.

 

3. Að hafa sem jafnast kynjahlutfall í starfsliði skólans.

 

4.  Skólinn leggur áherslu á að bæði strákar og stelpur geta lært á öll hljóðfæri sem eru í boði í skólanum.

 

5. Kennslugögn  og kennsluaðferðir eru  að öllu leyti eins eða þau sömu  fyrir bæði kynin.

 

6. í skólanum er fjölbreytt kennsla og kennsluefni,  sem höfðar jafnt til allra óháð kyni.

 

7. Að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í tónlistarsamfélaginu.

 

8. Að halda því til haga að  í dag semji bæði strákar og stelpur / karlar og konur tónlist.

 

9. Að  stelpur og strákar fái sömu tækifæri til að þáttöku í viðburðum -og koma fram tónleikum á vegum skólans.

 

10. Koma í veg fyrir að starfsfólk  eða nemendur  verði  fyrir kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni í skólanum með því að:

 

a)           Hafa fund við upphaf skólaárs með nemendum og foreldrum þar sem farið ef yfir hvernig kennslan fer fram.  Ef t.d. kennarinn þarf að snerta nemandann þá er mikilvægt að nemandinn sé upplýstur um mikilvægi þess að láta strax vita (t.d. foreldra sína) ef honum finnst það óþægilegt.

 

b)           Kennarar við skólann séu með hreint sakavottorð.

 

c)            Flestar kennslustofur seu með gluggum þannig að fylgjast megi með kennslu utanfrá.

d)           Foreldrar geti hvenær sem er komið og fylgst með kennslu.

 

 

Comments are closed.