Fréttir

16. Klovn10

Skólabyrjun

On 24. ágúst, 2020, in Fréttir, by Skólastjóri
0

Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í Tónskólanum Do Re Mi.

Hljóðfærakennslan í Tónskólanum Do Re Mi hefst samkvæmt stundaskrá  fimmtudaginn 27. ágúst.   Viðkomandi hljóðfærakennari mun láta vita hvaða daga og klukkan hvað nemandinn á að mæta.  Kennslan í tónfræðigreinum hefst þriðjudaginn 8. september.

Vegna Covid-19 faraldursins eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að koma ekki í kennsluhúsnæðið nema að brýna nauðsyn beri til.

Einnig eru foreldrar og forráðamenn  beðnir um að virða þá meginreglu að ef barn eða fullorðinn sýnir sjúkdómseinkenni s.s hita og hálsbólgu, komi hann ekki í skóla-og frístundastarf og haldi sig heima.

 

Með bestu ósk um skemmtilegan tónlistarvetur.

 

 

 

 

Comments are closed.