Fréttir

Screen Shot 2018-03-01 at 10.56.23 AM

Nótan í Hörpu sunnudaginn 4. mars.

On 1. mars, 2018, in Fréttir, by Skólastjóri
0

Tónskólinn Do Re Mi sendi tvö atriði á Nótuna, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna sem haldin var í Guðríðarkirkju sunnudaginn 25. Febrúar sl. Atriðin voru gítarsamleiksatriði ásamt slagverki og svo einleikur á þverflautu.  Fulltrúar Tónskólans Do Re Mi  á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna voru:

Á gítar: Björk,  Dýrleif Sjöfn, Finnur Breki, Helgi Níels,  Jökull, Margrét Edda og Stirnir, Á slagverk lék Alexander Jósef.

Einleik á þverflautu lék Embla Glóey og meðleikari með henni á pianó var  Lilja Cardew.

Þau stóðu sig öll með mikilli prýði og voru skólanum til mikils sóma.

Embla Glóey komst áfram í aðalkeppnina, sem haldin verður á sunnudaginn 4. mars í Elborgarsal Hörpu kl. 12:00.  Einnig verða aðrir tónleikar kl. 14:00.  Nemendur úr Tónskólanum Do Re Mi leika fyrir og eftir tónleika ásamt nemendum úr öðrum tónlistarskólum.  Ég hvet alla til að koma og hlusta á tónlistarnemendur frá öllu landinu í Eldborginni.

Svo skemmtilega vill til að auglýsingu tónleikanna prýðir mynd af nemendum úr atriðinu sem komst í aðalkeppnina í fyrra.

 

Comments are closed.