Kæru foreldrar / forráðamenn. Vikuna 10. – 14. febrúar hefjast foreldraviðtöl í Tónskólanum Do Re Mi. Tilgangur þessara viðtala er sá að gefa foreldrum kost á að ræða við hljóðfærakennara barns síns um það sem það er að gera í tónskólanum. Gott er að ræða um t.d. æfingar, námsframvindu, hvernig styðja má við námið […]
Dagur tónlistarskólanna laugardaginn 8. febrúar kl. 10:30. Í tilefni af degi tónlistarskólanna sem er 7. febrúar á afmælisdegi Gylfa Þ. Gíslasonar (1917-2004) fyrrverandi menntamálaráðherra, verða haldnir tónleikar laugardaginn 8. febrúar kl. 10:30 í stofu 4 í Tónskólanum Do Re Mi. Þar koma nemendur skólans fram og flytja tónlist frá ýmsum tímum. Á eftir tónleikana er […]
Ágætu foreldrar/forráðamenn. Við í Tónskólanum Do Re Mi óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og minnum á að kennsla hefst aftur á nýju ári mánudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.
Ágætu foreldrar/forráðamenn. Vegna yfirvofandi óveðurs fellur kennsla og jólatónfundur niður í Tónskólanum Do Re Mi í dag, þriðjudaginn 10.desember.
Jólatónleikar Tónskólans Do Re Mi verða haldnir í Neskirkju, laugardaginn 7. desember. Þetta verða tvennir tónleikar, þeir fyrri kl. 10:00 og þeir seinni kl. 12:00. Tónleikarnir verða um klukkustundar langir. Allir nemendur skólans munu koma þar fram fyrir utan börn á fyrsta ári í hljóðfæranámi. Börnin fá að vita á hvorum tónleikunum þau eiga að […]
Tónleikar lengra kominna nemenda verða í Norræna húsinu þriðjudaginn 26. nóvember kl. 19:30. Leikin verða verk eftir ýmsa höfunda tónbókmenntanna þar á meaðal Bach, Barrious, Brahms, Fiocco, Lobos, Lorenzo,Popp Tarrega, Tiersen ofl. Leikið verður á píanó, gítar, fiðlu, selló, víólu og þverflautu. Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri nemendur að koma að hlusta á þá […]
Kæru foreldrar / forráðamenn. Vikuna 4. – 8. nóvember, hefjast foreldraviðtöl í Tónskólanum Do Re Mi. Tilgangur þessara viðtala er sá að gefa foreldrum kost á að ræða við hljóðfærakennara barns síns um það sem það er að gera í tónskólanum, hvernig því gengur, hvað er gott og hvað mætti betur fara. Einnig eru þessi […]
Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í Tónskólanum Do Re Mi. Vetrarfríið hefst fimmtudaginn 24. október til 28. október. Kennslan hefst aftur eftir vetrarfrí þriðjudaginn 29. október samkvæmt stundaskrá.
Kennsla í Tónskólanum Do Re Mi hefst fimmtudaginn 29. ágúst. Kennarar munu láta vita af hljóðfæratímum fyrir þann tíma. Einnig fá þeir sem eru í tónfræði að vita sína hóptíma.
Mánudaginn 27. maí verða 25. skólaslit tónskólans Do Re Mi í Neskirkju. Athöfnin hefst kl. 18:00 og þar eiga allir nemendur skólans að mæta og taka á móti vitnisburði vetrarins. Nokkur tónlistaratriði verða flutt og flest þeirra eru eftir nemendur skólans. Að athöfninni lokinni, verður gestum boðið í afmælistertu í safnaðarheimili Neskirkju.