Fréttir

foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl vikuna 11. til 16 febrúar n.k.

On 8. febrúar, 2019, in Fréttir, by Skólastjóri
0

Kæru foreldrar / forráðamenn.

 

Vikuna 11. – 16. febrúar hefjast foreldraviðtöl í Tónskólanum Do Re Mi.

Tilgangur þessara viðtala er sá að gefa foreldrum kost á að ræða við hljóðfærakennara barns síns um það sem það er að gera í tónskólanum, hvernig því gengur, hvað er gott og hvað mætti betur fara.  Einnig eru þessi viðtöl mikilvæg fyrir hljóðfærakennarann.

Kennarar skólans munu senda út boð til foreldra/forráðamanna um tíma vegna þessara viðtala.  Það má búast við að fyrir suma kennara verði viðtölin jafnvel  fram í vikuna þar á eftir.

 

Ég bið ykkur vinsamlega að skoða allan óskilafatnað sem hangir frammi á snögum á gangi  skólans en nokkuð er um að föt hangi þar vikum saman. Góð regla er að merkja allan fatnað og tónlistarbækur með nafni og símanúmeri svo auðveldara sé að finna réttan eiganda.

 

 

Comments are closed.