Fréttir

IMG_3622

On 25. mars, 2019, in Fréttir, by Skólastjóri
0

Þær Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir þverflautunemandi og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir gítarnemandinemendur úr tónskólanum Do Re Mi náðu þeim stórkostlega árangri að hljóta viðurkenningu Nótunnar á svæðistónleikum tónlistarskóla í Reykjavík í Salnum í gær. Þær léku í flokknum einleiksatriði í framhaldsstigi. Þær byrjuðu báðar að læra 8 ára í Tónskólanum Do Re Mi.  Þessari viðurkenningu fylgir að þær verða fulltrúar skólans á lokahátíð nótunnar í  Hofi á Akureyri á þann 6. apríl nk.  Kennari Eyrúnar Úu er Tristan Cardew þverflautu kennari og kennari Margrétar Eddu er Rúnar Þórisson gítarkennari,  en hann hefur kennt henni öll árin í náminu.  Tónskólinn Do Re Mi óskar þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur og einnig aðstandendum stúlknanna innilega til hamingju.

 

 

Comments are closed.