Fréttir

20. skólaslitin í Neskirkju

On 20. maí, 2014, in Fréttir, by admin
0

20. skólaslit Tónskólans Do Re Mi verða á mánudaginn 26. maí kl. 18:00 í Neskirkju. Þar eiga allir nemendur skólans að mæta og taka á móti vitnisburði vetrarins. Nokkur tónlistaratriði verða á skólaslitunum í flutningi nemenda skólans, ásamt því að skólastjóri fer aðeins yfir 20 ára sögu skólans í stuttu máli. Á eftir athöfnina verður gestum boðið upp á afmælistertu, kaffi og djús í nýja safnaðarheimilinu, þar sem jazz píanótríó skólans mun leika fyrir gesti. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

Comments are closed.